Vetur næsta sólahringinn

Hún er vetrarleg spáin fyrir næsta sólahringinn en hún gerir ráð fyrir norðaustan 8-13 m/s og dálitlum élum  einkum úti við sjóinn, en 13-18 og éljagangur síðdegis.

Norðaustan 13-18 og slydduél eða skúrir á morgun. Frost 0 til 5 stig, en hlýnar smám saman og víða frostlaust á morgun.

Hvað færð á vegum varðar þá er hálka og hálkublettur víðast hvar í Skagafirði og Austur Húnavatnssýslu en í Vestur Húnavatnssýslu er víðast hvar greiðfært.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir