Vetur í kortunum
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
22.02.2010
kl. 08.17
Eftir nokkuð mildan þorra er kominn vetur en spáin næsta sólahringinn gerir ráð fyrir norðaustan 5-10 og dálítil él, einkum úti við sjóinn. Gengur í norðan 13-23 með snjókomu eftir hádegi á morgun, hvassast á annesjum. Frost 1 til 10 stig, minnst á annesjum.
Hvað færð á vegum varðar þá er autt á helstu leiðum en þó má gera ráð fyrir hálkublettum. Hálka er á öllum fjallvegum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.