Vetrarveður ríkir á Norðurlandi vestra
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni
19.11.2024
kl. 10.33
Enn er leiðinda vetrarveður, éljagangur og stífur norðanvindur á Sauðárkróki. Veðurstofan gefur reyndar til kynna að nú sé norðvestan 1 m/sek á Alexandersflugvelli en það er nú í það minnsta 10 m/sek á Króknum en það er vel þekkt að norðvestanáttin er leiðinleg hérna megin Tindastólsins. Gert er ráð fyrir því að vindur snúist í norðaustan eftir hádegi og þá vænkast væntanlega veðurhagur Króksara í það minnsta.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.