Verzlun H. Júlíussonar 90 ára. Afmælishátíð á laugardaginn

Bjarni Haraldsson kaupmaður

Í 90 ár hefur Verslun Haraldar Júlíussonar átt góða og ánægjulega samleið með Skagfirðingum og fjölmörgum öðrum viðskiptavinum sínum nær og fjær.  Á þessum tímamótum langar Bjarna Har og hans hjálparhellur að endurgjalda góð kynni og að bjóða því til afmælishátíðar sem haldin verður í og við verslunina laugardaginn 11. júlí næst komandi.

 

 

Tölvan hefur ekki fengist samþykkt á skrifstofu Bjarna heldur er notast við alvöru græju sem bilar ekki.

Afmælishátíðin hefst kl. 13.00 og þar verður boðið uppá veitingar sem hæfa bæði yngri og eldri viðskiptavinum Verzlunar H. Júlíussonar. Pylsur verða grillaðar og  töfraður verður fram ís fyrir yngri og eldri kynslóðir. Þá verður sýnishorn af skagfirskri tónlistarveislu þar sem skagfirskir tónlistarmenn koma fram og þá getur að líta myndasýningu með myndum úr sögu verslunarinnar sem er samgróin skagfirskri sögu.

 

/sk.com

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir