Verslunarmannafélagið gefur góða gjöf

Miðvikudaginn 17. desember komu fulltrúar Verslunarmannafélags Skagfirðinga í heimsókn á Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki og afhentu formlega gjafir til HS.  Gjafirnar eru aðstaða til þjálfunar ofþyngdarsjúklinga, loftdýna ásamt pumpu sem gerir langlegusjúklingum lífið bærilegra og Stedy-skutla sem er notuð til flutnings sjúkra milli staða. 

Andvirði gjafanna er um ein milljón króna.  Heilbrigðisstofnunin færir félagsmönnum verslunarmannafélagsins alúðarþakkir fyrir sýndan stuðning og hlýhug til stofnunarinnar.  Fulltrúar stjórnar verslunarmannafélagsins voru Hjörtur Geirmundsson, Jónas Svavarsson og Sigríður G. Sigurðardóttir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir