Verslanir í Skagafirði koma vel út í verðsamanburði

asiSkagfirðingabúð og Hlíðarkaup á Sauðárkróki koma allvel út í verðkönnun sem Alþýðusamband Íslands gerði víða um land í síðustu viku. Þórarinn Sverrisson formaður Öldunnar segir að fólk ætti að skoða málið vel áður en brunað er langar leiðir til að gera "hagstæð" innkaup.

 Könnunin var gerð þann 27. október og reyndust verslanirnar tvær á Sauðárkróki, sem verðkönnun fór fram í, undir meðalverði í allmörgum algengum vöruflokkum. Skagfirðingabúð var með ódýrasta vöruverðið í fjórum vöruflokkum og í fjögur skipti það dýrasta. Í Hlíðarkaup reyndist vöruverðið lægst í fjórum flokkum en tvisvar það dýrasta.

 Oftast er ódýrasta vöruverðið hjá Bónus eða í 49 skipti af 70 vörutegundum sem kannaðar voru.10-11 var oftast með hæsta vöruverðið eða í 35 skipti.  Vert er að benda á að ekki reyndist unnt að mæla verð á 21 vörurtegund í 10-11 þar sem þær voru ekki fáanlegar í versluninni.

 Þegar skoðaðir eru einstakir vöruflokkar í verðkönnuninni, þá er mestur munur á ávöxtum og grænmeti oftast um eða yfir 100% verðmunur.  Rauð epli voru ódýrust í Nettó 129 kr. kg en dýrust í 10-11, 499 kr. kg. Verðmunurinn er 287%.

 Verðmunur á drykkjarvörum er oftast á bilinu 90–110%, mestur verðmunur er á ódýrusta fáanlegru 500ml léttölinu sem kostar 79 kr í Bónus en 179 kr. í 10-11, mismunurinn er 127%.

Ef skoðaðar eru kjötvörur kemur í ljós að verðmunurinn er oftast á bilinu 60 –70%.  Mestur verðmunur er á ferskum kjúklingabringum, þær eru ódýrastar í Nettó á kr. 1.399 en dýrastar í 10-11 á 3.199 kr./kg. sem er 129% verðmunur.

Sjá nánar á vef Öldunnar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir