Verið að rífa Fljótalaxstöðina
feykir.is
Skagafjörður
15.06.2010
kl. 08.21
Nú fyrir skömmu var hafist handa við að rífa niður fiskeldisstöðina sem Fljótalax reisti uppúr 1980 á Reykjarhóli í Vestur-Fljótum.
Stöðin er um 1500 ferm. að grunnfleti og var byggð úr timbri og járni. Hún var í rekstri fram á mitt síðasta ár, en þá hætt Hólalax ehf. þar starfsemi en fyrirtækið hafði haft stöðina á leigu í nokkur ár. Össur Willardsson er verkstjóri við niðurrifið. Hann sagði að verkinu miðaði vel. Þrír vinna við verkið að staðaldri, en einnig hafa bændur í nágrenninu komi að þessu og fengið að hirða eitthvað af timbri og þakjárni. Auk stöðvarhúss eru rifin niður yfirbyggð eldisker við stöðina. Össur býst við að verkinu ljúki um miðjan júlí. ÖÞ
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.