Verðlaunahafar í golfi
Á sýningunni Skagafjörður – lífsins gæði og gleði var Golfklúbbur Sauðárkróks með getraun, þar sem giska átti á hversu margir boltar voru í „íláti“. Boltarnir voru 60 talsins og voru 11 manns, 5 fullorðnir og 6 börn með rétt svar, af rúmlega 700 sem tóku þátt.
Í verðlaun var heimboð á Hlíðarendavöll á Sauðárkróki sem fram fór fimmtudaginn 27.maí sl. Þar byrjaði Gunnar Sandholt á því að fara yfir starfssemi golfklúbbsins. Árný Lilja Árnadóttir kenndi réttu handtökin við að sveifla kylfu og pútta, farið var í skemmtilega púttkeppni og veitt verðlaun fyrir, þar sem allir stóðu sig mjög vel í að pútta þá fengu allir verðlaun. Að lokum var boðið upp á pizzu og gos/safa. Því miður komust ekki allir verðlaunahafarnir, en þeir sem mættu skemmtu sér vel, þó það hafi verið frekar kalt.
Lúðvík Bjarnason, Cornelia Boncales, Rakel Rögnvaldsdóttir, Ásdís Guðmundsdóttir, Rósa Adolfsdóttir, Shivani Mærke, Helga Júlíana, Atli Steinn Stefánsson, Birta Líf, Sigurður Ingi Hjartarson og Sylvía Rut Gunnarsdóttir.
Golfklúbbur Sauðárkróks óskar öllum verðlaunahöfum hjartanlega til hamingju.
Myndir og texti GS
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.