Vélageymsla varð eldi að bráð

Myndin er ekki frá Uppsölum

Vélageymsla við bæinn Uppsali í fyrrum Sveinsstaðahreppi í Austur Húnavatnssýslu varð eldi að bráð aðfaranótt föstudags og brann til grunna.

 Slökkviliðið fékk tilkynningu um eldinn kl. 1:30 í nótt og allt tiltækt slökkvilið var sent á vettvang auk vatnsbíla frá Hvammstanga.

Engan sakaði í eldinum  en allt sem í vélageymslunni var er ónýtt.

Óvíst er um eldsupptök.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir