Vel steiktir Lummudagar í Skagafirði

Sumarsælan í Skagafirði hófst með Lummudögum og Landsbankamóti. Lummudagarnir tókust með miklum ágætum. Veðrið lék við Skagfirðinga og reyndist hitinn á landinu hvergi hafa ýtt kvikasilfrinu hærra upp hitamælana en einmitt í firðinum fagra í gær.

Skagfirðingar voru duglegir að skreyta, þó sérstaklega voru Króksarar duglegir að finna hina ýmsu hluti í réttu litunum. Fremstir að þessu sinni þóttu íbúar í Hólatúni sem reyndust fremstir meðal rauðra jafningja í Túnahverfinu á Króknum.

Helgi Thorarensen bar sigur úr bítum í keppninni um bestu lummurnar en sú keppni fór fram við Sauðárkróksbakarí. Þá voru markaðir vel sóttir og frábær stemning bænum.

Hér að neðan má finna nokkrar myndir sem ljósmyndari Feykis tók seinni part laugardags þegar reyndar mesta fjörið var búið í bænum og fólk farið heim að undirbúa grillveislur í götunum í bænum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir