Vel heppnuð Húnavaka að baki
Húni segir frá því að Húnavöku 2009 er lokið og er óhætt að segja að dagskráin hafi verið fjölbreytt og flestir hafi fundið eitthvað við sitt hæfi í dagskrá hátíðarinnar. Meðal þess sem hægt var að gera var að skella sér á tónleika með Agent Fresco, Bróðir Svartúlfs og Bjartmari Guðlaugssyni. Taka þátt í Míkróhúninum, Blönduhlaupi USAH, mæta á fjölskylduskemmtun á torginu, hlusta á kóra Blönduós- og Hólaneskirkna ásamt hljómsveit og einsöngvurum flytja lög úr Jesus Christ Superstar.
Einnig var hægt að taka þátt í því að setja heimsmet í kassagítarspili á kvöldvöku í Fagrahvammi eða að skella sér á stórdansleik í íþróttahúsinu með hljómsveitinni Í svörtum fötum.
Í dag var líkt og alla helgina síðan hægt að fara á málverkasýningu, kíkja á sumarsýningu Heimilisiðnaðarsafnsins, skoðað flottar flugvélar á flugvellinum á flughátíð eða séð fima skotmenn á Landsmóti Skotíþróttasambands Íslands á svæði Skotfélagsins Markviss. Annars eru það myndirnar sem tala oft sínu máli en fleiri myndir er hægt að sjá á
Fleiri myndir má sjá hér
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.