Vel heppnuð Húnavaka að baki

Myndir: Huni.is

Húni segir frá því að Húnavöku 2009 er lokið og er óhætt að segja að dagskráin hafi verið fjölbreytt og flestir hafi fundið eitthvað við sitt hæfi í dagskrá hátíðarinnar. Meðal þess sem hægt var að gera var að skella sér á tónleika með Agent Fresco, Bróðir Svartúlfs og Bjartmari Guðlaugssyni. Taka þátt í Míkróhúninum, Blönduhlaupi USAH, mæta á fjölskylduskemmtun á torginu, hlusta á kóra Blönduós- og Hólaneskirkna ásamt hljómsveit og einsöngvurum flytja lög úr Jesus Christ Superstar.

 

 

 Einnig var hægt að taka þátt í því að setja heimsmet í kassagítarspili á kvöldvöku í Fagrahvammi eða að skella sér á stórdansleik í íþróttahúsinu með hljómsveitinni Í svörtum fötum.

 

Í dag var líkt og alla helgina síðan hægt að fara á málverkasýningu, kíkja á sumarsýningu Heimilisiðnaðarsafnsins, skoðað flottar flugvélar á flugvellinum á flughátíð eða séð fima skotmenn á Landsmóti Skotíþróttasambands Íslands á svæði Skotfélagsins Markviss. Annars eru það myndirnar sem tala oft sínu máli en fleiri myndir er hægt að sjá á

 

Fleiri myndir má sjá hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir