Vel heppnuð árshátíð á Hvammstanga

Eins og sjá má var mikið um að vera á sviðinu í Félagsheimilinu. Mynd: hvt.123

Á föstudaginn var haldin árshátíð Grunnskóla Húnaþings vestra í Félagsheimilinu á Hvammstanga og var margt um manninn.

Á Hvammstangablogginu er sagt frá hátíðinni þar sem eftirtalin atriði voru á dagskrá kvöldsins. Fyrsti til annar bekkur var með söngatriði. Þriðji til fjórði bekkur var með grýlusögu. Fimmti bekkur sýndi Mjallhvíti og dvergana sjö. Sjötti bekkur sýndi nokkur atriði úr óvitunum. Sjöundi bekkur var með milliatriði. Áttundi bekkur sýndi Svarthvít og dvergarnir sjö. Níundi bekkur sýndi Latabæ og tíundi bekkur var með skólavaktina.

Mikil stemning var á ballinu enda flottir krakkar á ferð. Mynd: hvt.123

Að skemmtiatriðum loknum voru kaffiveitingar í boði í grunnskólanum á Hvammstanga ásamt því að hljómsveitin Gegndrepa frá Selfossi spilaði á balli frá kl 23:00 til kl 01:00.

Fannst krökkunum þetta mjög gaman og töluðu mörg börn um að skella sér á "djammið"

Allur ágóði af skemmtuninni rann í ferðasjóð nemenda Grunnskólans.

/hvt.123

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir