Vel heppnað menningarkvöld
Menningarkvöld Nemendafélags FNV var haldið fyrir fullu húsi fimmtudagskvöldið 5. nóvember. Gestum var boðið upp á tónlistaratriði, dragsýningu, ljóðalestur, glærusýningu og búkmálun eða bodypaint.
Meðal tónlistarflytjenda voru Jón Þorsteinn Reynisson, harmonikkuleikari, Hugrún Lilja Hauksdóttir og Sigfús Benediktsson, Sveinn Rúnar Gunnarsson og hljómsveitin Fúsaleg Helgi. Þá flutti Hildur Sólmundsdóttir frumsamið ljóð. Hápunktur kvöldsins var búkmálunin, en alls kepptu 11 lið til úrslita í keppni um bestu útfærsluna. Sigurvegari kvöldsins var Séra Jón, en módel liðsins var Vala Hjaltalín. Þema liðsins var grísk stríðsgyðja á leið heim úr stríðinu. Sigurvegar í drasýningunni voru Bylgja og fórnarlömbin, en Bylgja er „mjög indæl og gjafmild stúlkukind“ eins og segir í dagskránni.
Mikil vinna og metnaður lá að baki dagskránni sem var Nemendafélaginu og öllum þeim sem þar komu fram til mikils sóma.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.