Vel gekk í æfingabúðum í boccia á Löngumýri

Myndir aðsendar.
Myndir aðsendar.

Helgina 6. til 8. maí hélt Boccianefnd Íþróttasamband fatlaðra æfingabúðir að Löngumýri í Skagafirði. Æfingabúðirnar voru fyrir landsliðshóp ÍF í Boccia, sem er sá hópur einstaklinga í þeim fötlunarflokkum sem eru með þátttökurétt á stórum alþjóðamótum.

Mættir voru iðkendur, þjálfarar og aðstoðarmenn. Æfingabúðirnar gengu í alla staði vel í frábærri aðstöðu á Löngumýri og eiga aðstandendur Löngumýrar þakkir skildar fyrir þeirra aðkomu. Eins fengum við ómetanlegan stuðning frá Skagfirðingabúð og Sauðárkróksbakaríi, þökkum við þeim innilega fyrir þeirra frábæra stuðning. Eins viljum við þakka íþróttafélaginu Grósku fyrir allan undirbúning, eldamennsku og aðdrætti.

F.h. Boccianefndar ÍF
Karl Þorsteinsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir