Veisla fyrir foreldra
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
05.11.2009
kl. 09.18
Síðastliðinn föstudag var haldin foreldradagur FNV í verknámshúsinu. Nemendur og kennarar úr málmtækni, rafmagns- og vélstjórnardeildum buðu foreldrum í heimsókn til að skoða aðstöðuna og sjá hvað nemendur eru að fást við á deildunum.
Það komu margir í heimsókn og sumir um langan veg til að kynna sér aðstöðuna, ræða við kennara og sjá hvað nemendur eru að bardúsa. Eftir góða samverustund var öllum boðið til veislu á hátíðarborðinu. Myndir frá deginu er hægt að sjá HÉR
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.