Veiðleyfi til sölu
Bæjarstjórinn á Blönduósi hefur auglýst til sölu sex veiðileyfi í Laxá í Laxárdal
Lausir dagar eru 24. júlí og 1., 3. og 12. ágúst.
Veitt er á flugu, hámarksveiði 5 laxar á stöng á dag. Lítið hefur verið veitt í Laxá síðustu ár og er því um einstagt tækifæri að ræða.
Um ána segir; -Hún fellur til sjávar í Skagafjörð, nánast beint austur af Laxá á Refasveit, sem fellur til Húnaflóa. Laxá er tveggja stanga á, geysifalleg, afar löng og nær veiðisvæðið langt inn á fjöll.
Laxá má muna sinn fífil fegri, veiði í henni hefur dalað úr 2-300 fiskum í bestu árum niður í fáeina tugi síðustu sumur. Til allrar hamingju fyrir veiðimenn gengur þó góður slatti af vænni sjóbleikju í ánna og bjargar það mörgum veiðitúrnum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.