Vegleg gjöf til Hollvinasamtaka HSB
Þessi mánaðarmót verða lengi í minni formanns Hollvinasamtaka HSB, Sigurlaugar Þóru Hermannsdóttur. Kvenfélagskonur í Bólstaðarhlíðar og Svínavatnshreppi buðu formanni í grillveislu í Dalsmynni þann 1. ágúst.
Eftir ljúffenga kvöldmáltíð og gómsætan eftirrétt var formanni afhent gjafabréf að upphæð 478.000 krónum til kaupa á björgunar/flóttastólum frá Öryggismiðstöðinni. Þessar VALKYRJUR tóku sig til og seldu kaffi og heimabakað meðlæti á Húnavökunni og létu ágóðann renna til Hollvinasamtakanna.
Þetta er ekki fyrsta peningagjöfin frá kvenfélagskonunum okkar og eiga þær heiður skilið fyrir óeigingjörn störf fyrir samfélagið okkar. Þessir stólar koma til með að veita skjólstæðingum HSB heilmikið öryggi svo og starfsfólkinu.
Hollvinasamtökin senda þeim hjartans kveðjur og þakklæti fyrir dyggan stuðning.
Sigurlaug Þóra Hermannsdóttir formaður
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.