Prjónagleði 2025 verður haldin frá 30. maí til 1. júní

Mynd tekin af heimasíðu Prjónagleði.
Mynd tekin af heimasíðu Prjónagleði.

Helgina 30. maí til 1. júní verður Prjónagleðin haldin í níunda sinn á Blönduósi í Húnabyggð en þessi metnaðarfulla hátíð er ætluð áhugafólki um prjónaskap og handavinnu, byrjendum sem og lengra komnum. Undanfarin ár hefur Textílmiðstöð Íslands í samstarfi við heimamenn og ýmsa prjónasérfræðinga haldið utanum Prjónagleðina en í ár er skipulag og framkvæmd hátíðarinnar í umsjón Húnabyggðar.

Í tilkynningu sem birtist á dögunum segir að ný heimasíða fyrir hátíðina sé komin í loftið og fyrirkomulagið verði með svipuðum hætti og fyrri ár. Undirbúningur er í fullum gangi og verða allar tilkynningar um hátíðina birtar á nýju heimasíðunni sem og á samfélagsmiðlum hátíðarinnar. Skráningarupplýsingar sem og almennar upplýsingar eru því miður aðeins seinna á ferðinni þetta árið vegna yfirfærslu verkefnisins frá Textílmiðstöðinni til Húnabyggðar.

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um sölubása á Garntorginu 2025. Nú þegar hefur töluvert af umsóknum borist þrátt fyrir að ekki hafi verið tilkynnt um opnum umsókna en umsóknarform og nánari upplýsingar má finna hér.

Vertu í lykkju!

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir