Veðurskilyrði framkölluðu mikla hálku
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla
06.11.2009
kl. 08.15
Þrátt fyrir að vetur og hálka hafi verið fjarri huga norðlendinga í gær þá sköpuðust skilyrði sem urði til þess að víða á norðurlandi varð svo mikil hálka að varla var stætt á malbikuðum þjóðveginum. Varð þetta til að tveir bílar ultu í gær. Annar í Langadalnum og hinn í Blönduhlíð í Skagafirði.
í báðum veltunum var um jeppa að ræða. Í dag eru ástand vega mun betra en hins vegar eru hálkublettir á helstu leiðum.
Í bílnum sem valt í Langadal voru hjón og voru þau flutt með þyrlu til Reykjavíkur.
Í Skagafirði fór betur en ökumaður jeppa sem þar valt slapp ómeiddur.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.