Veðurklúbbur Dalbæjar: Úrkoman í föstu eða fljótandi formi

Mynd: Bjór
Mynd: Bjór

Veðurklúbbur Dalbæjar fundaði í síðustu viku og spáði að venju í veðrið. Mættir voru, Haukur Haraldsson, Bergur Þór Jónsson, Hörður Kristgeirsson, Magnús Gunnlaugsson, Jón Garðarsson, Guðrún Skarphéðinsdóttir, Kristján Loftur Jónsson, Þóra Jóna Finnsdóttir og Albert Reimarsson.

Klúbburinn hafði þetta að segja; ,,Tunglkoman núna í október bendir til ríkjandi austanáttar næsta mánuðinn ef lægðirnar snúa ekki öllu upp og niður og út og suður, sem þær gera reyndar gjarnan. Draum-arnir voru því miður engir hjá klúbbfélögum að þessu sinni þannig að ekki getum við stuðst við þá. Tilfinningar okkar fyrir hitastigi í komandi mánuði voru skiptar nánast alveg í tvennt, annar hlutinn spáir hlýindum en hinn kólnandi. Ætli sé mögulegt að helm-ingurinn sé mest vakandi á nóttunni en hinn á daginn miðað við hitasveiflur á þessum tíma árs. En líklega er skýringin sú að hitinn restina af október hérna á stór Dalvíkursvæðinu mun hitinn sveiflast aðeins upp og niður. Úrkoman verður því líkast til ýmist í föstu eða fljótandi formi. Sem sagt, allt mögulegt næsta mánuðinn nema vetrarharka eða hita-bylgja. Er ekki líklegt að kalla það bara tiltölulega venjulegt íslenskt haust."

Haustið kemur, hitinn fer,

fara að grána hlíðar.

Vindur lemur, tréin ber,

og laufin fjúka víðar.

Höf. Bjór.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir