Veðurguðunum gefið langt nef
Króksmót Tindastóls í knattspyrnu fór fram um helgina en þar sprettu mest megnis ungir drengir úr spori í þeim tilgangi að skora fleiri mörk en andstæðingarnir – eða bara hafa gaman.
Það var ekki laust við að það væri blautt og kalt á vellinum á laugardeginum en þó kannski heldur skárra veður en spámenn höfðu gert ráð fyrir. Sólargeislar létu sjá sig annað veifið og voru vel þegnir. Að kvöldi laugardags bætti í vindinn og rigninguna og boðið var upp á viðvarandi vosbúð á sunnudeginum. Ekki er annað hægt en að taka ofan fyrir knattspyrnukempunum ungu sem börðust glaðbeittir gegn andstæðingum sínum og veðrinu.
Elstu menn muna ekki annað eins veður á Króksmóti en þrátt fyrir það tókst mótshald með miklum ágætum Hér eru nokkrar myndir frá laugardeginum þó sunnudagurinn hafi kannski frekar staðið undir því nafni. /ÓAB
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.