Vantar sjálfboðaliða til að selja skeggnæluna

Krabbameinsfélagið leitar um þessar mundir að sjálfboðaliðum um land allt til að selja skeggnæluna n.k. laugardag fyrir baráttuna gegn krabbameini í körlum.

Markmið með átakinu er að vekja karlmenn til vitundar um krabbamein og auka bæði samstöðu þeirra og umræðu. Eins og staðan er í dag eru rétt aðeins fleiri karlar en konur sem greinast með krabbamein en lífslíkur þeirra eru lægri því þeir þekkja ekki einkennin og leita sér því síðar læknisaðstoðar.

Í ár vill Krabbameinsfélagið vekja keppnis- og baráttuandann í brjósti karla og rjúfa þögnina um krabbamein karla. Því biður það fólk um land allt að styðja við átakið með sjálfboðavinnu á laugardaginn, en hægt er að hafa samband við fulltrúa krabbameinsfélagsins á hverjum stað.

  • Norðurland
  • Skagafjörður: María Reykdal, s. 863 6039, reykdal@islandia.is
  • Siglufjörður: Sigurbjörg Björnsdóttir, s. 691 2065, sb66@simnet.is
  • Akureyri og nágrenni: Þorbjörg Ingvadóttir, s. 862 2457, kaon@simnet.is
  • Suður Þing: Guðrún Árný Guðmundsdóttir, s. 860 7735, gudruna@heilthing.is

Vefsíða átaksins er karlmennogkrabbamein.is / vefsíða KÍ er krabb.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir