Vantar gistipláss vegna Ís-landsmóts
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Hestar
10.02.2010
kl. 08.35
Ákveðið hefur verið að halda hið landsfræga Ís-landsmót á Svínavatni, laugardaginn 6. mars n.k. og má búast við fjölmennu liði knapa og hesta sem hugsanlega vantar gistipláss.
Þar sem mótið er orðin ein stærsta ferðahelgi í sýslunni ár hvert og marga vantar gistingu er óskað eftir upplýsingum um hverjir geta leigt pláss undir hross og eða fólk þessa helgi á netfangið stekkjardalur@emax.is.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.