Vandi stofnfjáreigenda kynntur ríkisstjórn
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
10.02.2010
kl. 13.25
Á síðasta fundi Byggðaráðs Húnaþings vestra var lagt fram bréf frá Byggðastofnun þar sem gerð er grein fyrir úttekt stofnunarinnar á gríðarlegum vanda stofnfjáreigenda í fyrrum Sparisjóði Húnaþings og Stranda og mögulegum áhrifum á byggð og búsetu í þessum sveitarfélögum.
Í bréfinu er m.a. getið um þá sérstöðu við mál stofnfjáreigenda í Húnaþingi og Bæjarhreppi hve margir íbúanna kunnu að verða fyrir áföllum og hve stór þau eru. Byggðarráð samþykkti á fundinum að bréf Byggðastofnunar verði kynnt ráðherrum ríkisstjórnar og alþingismönnum kjördæmisins.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.