Valdís með tvö gull
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
24.08.2009
kl. 08.41
Aldursflokkamót UMSE og Akureyrarmót UFA í frjálsíþróttum voru haldin í sameiningu á nýja Akureyrarvellinum helgina 22.-23. ágúst. Keppnin var mjög fjölmenn, en keppendur voru hátt á þriðja hundrað og ljóst er að stórbætt aðstaða verkar hvetjandi á frjálsíþróttastarfið á svæðinu.
Valdís Valbjörnsdóttir var eini keppandi UMSS að þessu sinni. Hún stóð sig frábærlega á mótinu og sigraði með yfirburðum í 60m hlaupi og langstökki í hnátuflokki (9-10 ára). Valdís hljóp 60m á 10,04sek og stökk 3,34m í langstökki. Valdís er systir Lindu Bjarkar sem undan farin ár hefur verið ótvíræður sigurvegari í sínum aldursflokki og ljóst að þarna fara sterkar frjálsíþróttasystur.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.