Úttekt á starfsemi Grunnskóla Húnaþings vestra
Húni segir frá því að Menntamálaráðuneytið hefur samþykkt umsókn Húnaþings vestra um að úttekt verði gerð á starfsemi Grunnskóla Húnaþings vestra en bréf þess efnis var lagt fram á fundi byggðaráðs síðastliðinn mánudag. Úttektin mun fara fram á tímabilinu febrúar til apríl á þessu ári. Umsókn Húnaþings vestra var á meðal þriggja sveitarfélaga sem samþykkar voru í kjölfar auglýsingar ráðuneytisins.
Mennta- og menningarmálaráðuneyti auglýsti þann 8. janúar síðastliðinn eftir aðilum til að taka að sér verkefni á sviði úttekta á starfi leik-, grunn- og framhaldsskóla á vormisseri 2010. Um er að ræða stofnanaúttektir á þremur skólum á hverju skólastigi. Úttektirnar eru gerðar í samræmi við ákvæði 20. gr. laga nr. 90/2008 um leikskóla, 38. gr. laga nr. 91/2008 um grunnskóla og 42. gr. laga nr. 92/2008 um framhaldsskóla.
Gert er ráð fyrir að úttekt í hverjum skóla verði í höndum tveggja til þriggja manna teymis sem saman hafi menntun og reynslu á sviði úttekta og skólastarfs á viðkomandi skólastigi.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.