Útivistarhópurinn gekk á Mælifellshnjúk

Útivistarhópur í Mælifellsgöngu. Mynd: fnv.is

Föstudaginn 4. september fór útvistarhópur Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra í sína fyrstu ferð á önninni. Áfangastaðurinn var ekki af lakari endanum, sjálfur Mælifellshnjúkur sem gnæfir 1138m yfir sjávarmáli. Hann er hæsta fjallið í vestur fjallgarði Skagafjarðar.

Á heimasíðu FNV segir að veður til fjallaferðar var mjög gott, hægur sunnan vindur, hálfskýjað og fjallasýn nokkuð góð. Nemendur voru mættir við heimavistina kl. 13 þar sem raðað var í bíla og línur lagðar.

Frá Króknum er um hálf tíma akstur fram í Mælifellsdal að uppgöngunni á Hnjúkinn. Hluti þessarar leiðar er notuð í Skagafjarðarrallinu, því þurfti að leggja áherslu á að verið væri að fara í fjallgöngu en ekki rallý.

Ferðin gekk vel og segir nánar af henni á vef FNV >

Útsýnið var ekki slæmt af toppnum. Mynd: fnv.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir