Úthlutun úr Menningarsjóði Kaupfélags Skagfirðinga
Í gær voru úthlutaðir styrkir úr Menninggarsjóði Kaupfélags Skagfirðinga til hinna ýmsu framfaramála í héraðinu. Fimmtán verkefni fengu almenna styrki og tvö verkefni hlutu sérstaka styrki sem fela í sér hærri upphæðir.
Þórólfur Gíslason Kaupfélagsstjóri og Stefán Guðmundsson stjórnarformaður KS afhentu styrkina í kaffisamsæti í höfuðstöðvum KS í gær. Kom fram í máli þeirra er töluðu að styrkir sem þessir kæmu að miklu gagni til menningar og framfaramála í héraðinu íbúum öllum til heilla.
Þeir sem hlutu styrki úr Menningarsjóðnum eru eftirfarandi:
1. Kvenfélagasambands Íslands / Sigrún Aadnegard. Styrkur vegna Norræns sumarþings kvenfélagskvenna.
2. Ópera Skagafjarðar / Alexandra Chernyshova og Jón Hilmarsson .
Styrkur við starf Óperunnar
3. Ingimar Ingimarsson fh. velunnara Jóhannesar Runólfssonar Reykjarhóli .
Styrkur til að gefa út úrval laga eftir Jóhannes Runólfsson á hljómdisk.
4. Ungmennasamband Skagafjarðar / Sigurjón þórðarson. Styrkur til kaupa á samkomutjaldi.
5. Sögufélags Skagfirðinga / Hjalti Pálsson.
Styrkur til ritunar þátta í Skagfirðingabók.
6. Gunnar Kr. Þórðarson / styrkur til byggingar sýningarskála fyrir Samgönguminjasafnið.
7. Rökkurkórinn / Steinunn Arnljótsdóttir.
Styrkur við starf kórsins.
8. Sigurlaugur Elíasson fh. verkefnishóps /styrkur vegna útgáfu listaverkabókar um Elías B. Halldórsson.
9. Sönghópur eldri borgara / Sigurlaug Gunnarsdóttir.
Styrkur við starf kórsins.
10.Alda Jónsdóttir / styrkur vegna útgáfu geisladisks með sögum úr Skagafirði.
11.Skagfirski kammerkórinn / Sigríður Sigurðardóttir
Styrkur við starf kórsins.
12. Karlakórinn Heimir / Jón Sigurðsson.
Styrkur við starf kórsins.
13. Björgunarsveitin Skagfirðingasveit / Valdimar Pétursson.
Styrkur við starf Björgunarsveitarinnar.
14. Leikfélag Sauðárkróks / Sigurveig Þormóðsdóttir.
Styrkur við starfið.
15. Jón Ormar Ormsson styrkur vegna menningarmála.
Sérstakir styrkir:
Skíðadeild Tindastóls/
Styrkur vegna frekari uppbyggingar á skíðasvæðinu í Tindastól /Viggó Jónsson.
Sýslumaðurinn á Sauðárkróki.
Styrkur til embættisins vegna baráttu gegn fíkniefnavanda í Skagafirði / Ríkharður Másson, sýslumaður og Stefán Vagn Stefánsson yfirlögregluþjónn.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.