Út stoltu Hvatarhjarta sendi ég kveðju heim. Kári Kára sendir pistil frá Austurríki
Ef einhver hefði sagt mér í síðust viku, frá skipulagningu mótsins, hefði ég eflaust ekki trúað honum. En hér er hver hreyfing okkar skipulögð að einhverju eða öllu leiti. Dæmi, allir meðlimir og „viðhangendur“ fótboltaliðanna voru útdeild hálsspjöld sem við þurfum að bera 24 7, eða allan daginn. Þessi spjöld eru líka aðgangskort að keppnissvæðunum og samkomum tengdum þeim.
Öryggisgæslan er svo veigamikil að hellingur af öryggisvörðum loka hreinlega höllinni og td þegar við komum í rútunni til leiks, þá er stoppað fyrir framan bláann dregill sem liggur inní höllina, þar eru tveir fíflelfdir öryggisverðir passa að einungis þeir sem eru með hálsspjöld komast inn. Þegar inní höllina er komið þ.e.a.s á búningsklefagang, má alltaf gera ráð fyrir að rekast á öryggisvörð sem enn aftur athugar hvort einhver sem ekki ber spjald. Þegar hingað er komið er komið á svæði þar sem UEFA ræður ríkjum og allt sem hér gerist, þarf að passa inn í regluvirki UEFA. Regluvirki UEFA er rammgert og höfum við aðeins fengið að kenna á því, en ég tek samt fram að KSÍ og staðarhaldarar hafa lagt sig virkilega fram við að aðstoða okkur. Sem dæmi þá er harðbannað að vera í nærbuxum (þ.e.a.s ef þau eru notuð) sem eru að öðrum lit en keppnisbúningurinn og tékka dómarar að þessu fyrir leik, auk þess sem athugað er með skartgripi o.s.frv.
Fyrir utan hefðbundna keppni þar sem vinningliðið fær 3 stig o.s.frv. Er líka keppt í Fairplay Ranking þ.e.a.s lið sem brjóta mikið og eru að fá helling af spjöldum eru neðarlega á listanum, staðan að morgni 20. var eftirfarandi:
1. Asa Tel Aviv 8,5
2. Hvöt 8,25
3. Fc Allstars 7,50
4. Erebuni 5,25
Þeir eru vissulega blóðheitari drengirnir frá Armeníu, en í leik gærdagsins uppskáru þeir 8 gul spjöld og eitt rautt. Strákarnir frá Ísrael hafa ekki fengið spjald og við höfum fengið 1 gult og það var fyrir óíþróttalega framkomu, en Egill sló til boltans í eitt skiptið þegar við tókum vitlausa miðju. Egill hefur nú undir höndum skjal frá UEFA sem sönnum spjaldsins.
Mig langar að koma að nokkrum orðum um hótelið sem við gistum á. Allir meðlimar liðanna fyrir utan gestgjafa, gista hérna. Hér eru líka skrifstofum keppninar og hýbýli dómara og toppanna í UEFA. Hótelið sem er staðsett í brattri brekku, hefur verið þekkt sem bankahótel þ.e.a.s. hótel fyrir bankamenn og því í betri kantinum. Staðsetninginn er að vísu dálítið skrýtinn af því leiti að við erum staddir uppí sveit og ekkert í 2 km radíus, staðsetningin minnir óneitanlega á Skíðaskálann í Hveradölum rétt fyrir utan Reykjavík. Hér eru öll þau þægindi sem þurfa þykir s.s. sundlaug, líkamsræktarstöð, pool og billjard herbergi, borðtennis og fótboltaspili og síðast en ekki síst stórum bar sem hefur ekki riðið feitum hesti þessa daganna. Starfsfólkið allt fær topp einkunn enda er verið að stjana all svakalega við okkur. Sem minnir mig á það að pókermeistari kvöldins varð Gissur Jónasson fyrirliði....hann bað mig spes um að koma þessu á framfæri.
Við strákarnir höfum aðeins verið að ræða þá stöðu sem komin er upp í 2. deild, en staða Tindastóls er okkur áhyggjuefni. Á meðan við chillum í sólinni á evrópumóti í Futsal, eru félagar okkar í Tindastól í bullandi fallbaráttu. Vegna þess viljum við nota þetta tækifæri og senda Stólunum baráttukveðjur með innilegri von um að Tindastóll nái að koma sér upp úr fallsæti. Það yrði heldur betur tómlegt á næsta ári ef enginn yrði Derby leikurinn. Koma svo Stólar.
En nú er komið af því að ræða aðeins um leikinn, en leikurinn í dag var gegn gestgjöfunum hérna í Austuríki. Að sjálfsögðu var vel sótt á völlinn og því miður voru fáir á okkar bandi. Ég býst við því að þegar þið lesið þetta, þá vitið þið líka að við töpuðum naumlega 5-4, en með stóru Hvatarhjarta get ég sagt að sjaldan hef ég verið stoltari Hvatarmaður. Því líkur karakter sem býr í drengjunum okkar, því lík orka og gleði. Ég get sagt ykkur lesendur góðir að forráðamenn UEFA á þessu móti hreinlega dýrka drengina okkar og eftir hvern leik hafa þeir komið til okkar til þess að hæla okkar leik og þrautseigju. Á meðan hin liðin hafa 3 lið til skiptanna þá erum við að keyra á 10 mönnum. Ég get sagt og skrifað að sama hvernig leikurinn á móti Armeníustrákunum fer þá förum við héðan með kassann úti með stolt í hjarta og bjarta minningu í brjósti. Og hana nú.
Þegar þetta er skrifað er klukkan orðin 01:30 og strákarnir farnir að sofa, á morgun er frídagur og ætlum við taka hann snemma eða kl 07:00 og fara til Vínarborgar og í Tívolí. Seinni partinn á morgun verðum við að vera komnir til baka því þá er meininginn að hafa einhverja hátið fyrir keppendur og forráðamenn UEFA.
Ég get aðeins updatað ykkur um að staða Erebuni í fair play ranking versnaði til muna í dag, því þjalfari þeirra var rekinn af velli og þurfti að fylgja honum út, þannig að hann verður í banni í næsta leik en það er einmitt leikurinn á móti okkur. Einn af UEFA mönnunum sagði mér að sekt fyrir svona hegðum væri á bilinu 4- 5000 Evrur...þannig að Vala og Vignir. Ég skal hegða mér sem lamb í síðasta leiknum.
Út stoltu Hvatarhjarta sendi ég kveðju heim, en ég mun senda ykkur meira á morgun.
Kári k
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.