Út og suður í Stóragerði

Í ellefta þætti Út og suður, þetta sumarið, er farið í heimsókn í Samgönguminjasafn Skagafjarðar í Stóragerði í Óslandshlíð. Þar hefur hagleiksmaðurinn Gunnar Þórðarson byggt upp af eigin rammleik mikið safn bíla, véla og annarra tækja sem segja samgöngusögu Íslendinga í stórum dráttum.
Gríðarleg vinna liggur að baki uppbyggingu safnsins og endurgerð margra safngripanna sem safnarinn hefur þefað uppi víða um landið. Mörg tækin hefur hann sjálfur gert upp á þann hátt að eftirtekt vekur. Síðustu árin hefur Gunnar glímt við erfiðan sjúkdóm en hann hefur ekki látið það stöðva sig þótt hann geti ekki lengur gengið óstuddur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir