USAH í 5. sæti í skotfimi
Á nýafstöðnu Landsmóti á Akureyri náðu skotfimikeppendur USAH einna bestu úrslitum sambandsins en þeir Guðmann Jónasson, Bergþór Pálsson, Árni Þór Jónasson og Brynjar Þór Guðmundsson kepptu í flokknum Skeet og Sporting.
Í Skeet flokknum endaði Guðmann Jónasson í 4. sæti með alls 122 stig, Bergþór Pálsson í því 6. með 117 stig og Brynjar Þór Guðmundsson vermdi 12. sætið með 86 stig. Samtals fengu þeir 12 stig sem gefin voru eftir sætaskipan og komu þeir USAH í 3.sætið með árangri sínum í þessari grein.
Í Sporting flokknum varð Guðmann Jónasson í 8. sæti með 51stig, Brynjar Þór Guðmundsson í því 12. með 49 og sæti neðar endaði Árni Þór Jónasson með 48 stig og enduðu þeir í 4.sætinu sem gaf þeim 3 stig í greininni.
Samtals náðu þeir félagar 15 stigum í heildina og endaði USAH í 5 sæti í skotfiminni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.