Úrvaldsdeildarlið Tindastóls hefur undirbúning sinn í dag
Iceland Express-deildarlið Tindastóls hefur formlegt undirbúningstímabil sitt í dag undir stjórn þjálfara síns Karls Jónssonar. Fyrsti leikur Íslandsmótsins verður 15. október og því hefur liðið 10-11 vikur til að koma sér í stand.
Leikmenn hafa tekið vel á því í sumar, lyft þrisvar í viku undir stjórn Friðriks Hreinssonar og hefur verið vel mætt í þær æfingastundir.
Allur mannskapurinn utan erlendu leikmannanna, mun verða með frá byrjun. Stefnt er á að hafa 15 manna æfingahóp og verður hópurinn skorinn niður í þá tölu um næstu mánaðarmót.
Amk einn æfingaleikur verður spilaður fyrir mánaðarmótin, en liðið mun síðan taka þátt í mótum og spila fleiri æfingaleiki í september.
Æfingatímar fram eftir ágústmánuði eru kl. 17.20 - 19.00 en einnig verða æfingar á laugardögum. Stuðningsmönnum er velkomð á að kíkja á æfingar.
Í næstu viku hefst síðan útihlaupsprógram þar sem hlaupið verður þrisvar í viku kl. 06.00 á morgnana í samtals átta vikur.
Það verður því nóg um að vera hjá strákunum fram að fyrsta leik sem verður heimaleikur gegn Grindavík þann 15. október
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.