Úrslit í Skólahreysti 2022

Úrslit í Skólahreysti 2022 fóru fram í kvöld 21.maí í Íþróttahöllinni í Garðabæ oftast nefnd Mýrin. Keppnin var í beinni útsendinu á Rúv og þeir sem misstu af útsendingunni geta kíkt á hana í leit á Rúv.

Andrúmsloftið var rafmagnað, öll lið náðu gríðarlega góðum árangri og áhorfendur léku á alls oddi og hvöttu sína skóla af lífs og sálarkröftum.

Það var Flóaskóli sem bar sigur úr býtum með 61,5 stig, Hraunvallaskóli í öðru sæti rétt á eftir með 58 stig og í fyrsta skipti á palli og svo var það Holtaskóli sem endaði í þriðja sæti með 54.5 stig.

Varmahlíðarskóli endaði með 37 stig eftir góðan árangur í hraðaþraut og Grunnskóli Húnaþíngs vestra endaði með 23 stig eftir að fá 9 af 12 mögulegum stigum í hreystigreip.

Hægt er að sjá úrslit allra greina hér


Mynd: Lið Grunnskóla Húnaþings vestra


Mynd: Lið Varmahlíðarskóla

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir