Úrslit folaldasýningar á Sauðárkróki

Stilling frá Íbishóli stóð hæst allra folalda á laugardaginn.

Folaldasýning var haldin á Sauðárkróki síðastliðinn laugardag 21. nóvember. Mjög góð þátttaka var í sýningunni og fimmtíu folöld mættu til leiks. Mikið var um frábæra gripi á sýningunni.

Fjöldinn allur af vel byggðum, hreyfinga fallegum og stórættuðum folöldum. Það sem var afar skemmtilegt við þessa sýningu var hversu sterkir vel ættaðir ungfolar komu inn sem feður folaldanna. Einnig kom mikið inn af ræktunarbúum sem ekki höfðu áður tekið þátt í sýningu sem þessari sem segir okkur að áhuginn á ræktunarstarfinu er mikill.
Sex folöld voru tekin inn í úrslit og þrjú af þeim unnu til verðlauna.
Í 3. sæti var Þórálfur frá Prestsbæ moldóttur á lit. F: Álfur frá Selfossi M: Þoka frá Hólum. Þórálfur var stór, fallegur og skrefmikill.
Í 2. sæti var Hlekkur frá Saurbæ bleikálóttur á lit. F: Þeyr frá Prestsbæ M: Njóla frá Miðsitju. Hlekkur sýndi stórglæsilegar hreyfingar, hafði mikinn fótaborð og gekk eins á gormum.
Í 1. sæti var Stilling frá Íbishóli F: Óskarsteinn frá Íbishóli M: Hervör frá Víðiholti. Stilling er með sérlega fallega frambyggingu og sýndi mikla mýkt á gangi. Til gamans má geta þess að áhorfendur kusu Hlekk frá Saurbæ sem álitlegasta folaldið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir