@ur reynt við Hornfirðinga í kvöld

Útsvarslið Skagafjarðar gerir í kvöld aðra tilraun til að sigra sprækt lið Hornfirðinga í spurningaþættinum góða, Útsvari. Lið Skagafjarðar haltraði áfram í aðra umferð eftir að hafa tapað með nógu miklum tilþrifum til að komast áfram því liðið stóð sig hvað best þeirra liða sem máttu þola tap í fyrstu umferð.

Svo skemmtilega vildi til þegar dregið var í aðra umferð að Skagfirðingar drógust gegn Hornfirðingum sem höfðu einmitt betur  í fyrstu umferð.

Lið Skagfirðinga skipa sem fyrr Ólafur Sigurgeirsson líffræðingur úr Hjaltadal ásamt Króksurunum Ingu Maríu Baldursdóttur nema og Kristjáni B. Jónassyni útgefanda.

Skagfirðingar fá því lítil frí frá æsispennunni þessa vikuna; handboltalandsliðið á útopnu í Austurríki og Útsvarsliðið milli steins og sleggju á skjánum í kvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir