Uppskeruhátíð yngriflokka Hvatar

Frá uppskeruhátíð Hvatar. Mynd: Hvöt

Uppskeruhátíð yngri flokka Hvatar á Blönduósi var haldin s.l. laugardag en hún  var með venjubundnu sniði.

Byrjað var á verðlaunaafhendingu, en síðan farið í skotbolta þar sem yngri börnin tóku þátt ásamt foreldrum. Þar næst var farið í hinn sívinsæla fílafótbolta á milli eldri barnanna og foreldra.  Leikurinn var jafn og spennandi og einkenndist af mikilli baráttu. Á vefsíðu Hvatar má finna eftirfarandi lýsingu:

Að loknum leiktíma sem Óli stjórnaði var staðan jöfn 1-1 svo grípa var til vítaspyrnukeppni Friðrik tók vítið fyrir börnin en Jón Örn fyrir foreldrana.  Jón Örn var sjóðheitur og var ekki í nokkrum vandræðum með að verja vítið frá Friðrik, Jón fór síðan að punktinn svell kaldur þrátt fyrir mikla pressu og skoraði af miklu öryggi, greinilegt var að Jón Örn hefur eytt töluverðum tíma í að stúdera vítin hjá Cristiano Ronaldo öryggið var þvílík.  Þegar fílafótboltanum var lokið var farið í pizzurnar og kláraðist hver einasta sneið, pizzunum var skolað niður með gosi.  Óli sleit síðan hátíðinni með vítaspyrnukeppni en Óli var sjálfur ímarkinu og sýndi frábæra takta. 

Hægt er að sjá myndir af hátíðinni HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir