Uppskeruhátíð yngri flokka í dag
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
05.05.2010
kl. 11.00
Uppskeruhátíð yngri flokka körfuknattleiksdeildar Tindastóls, míkróbolta til 10. flokks, verður haldin í íþróttahúsinu á Sauðárkróki í dag miðvikudaginn 5. maí kl. 17.00.
Veitt verða verðlaun fyrir þátttöku og árangur vetrarins og farið verður í skemmtilega leiki. Þá verður grillað ofan í hópinn.
Unglingaráð vonast til þess að sem flestir iðkendur láti sjá sig og foreldrar eru einnig boðnir velkomnir.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.