Byrjað að safna saman viðburðum í viðburðadagskrá Sæluviku

Sæluvika, lista- og menningarhátíð í Skagafirði verður haldin vikuna 27. apríl - 3. maí nk.

Markmiðið með Sæluviku er að bjóða upp á metnaðarfulla og fjölbreytta viðburðadagskrá í Skagafirði þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Leiksýningar, myndlistasýningar, ýmsar listasýningar, tónleikar, matartengd menning, skipulagðar gönguferðir, hestaferðir o.fl. o.fl. kemur til greina.

Sveitarfélagið er byrjað að safna saman viðburðum í viðburðadagskrá Sæluviku og hvetjum við alla áhugasama til þess að senda inn upplýsingar um viðburði sem til stendur að halda. Viðburðardagskrá Sæluviku mun birtast á heimasíðu Sæluviku, www.saeluvika.is, á Facebook síðu Sæluviku og í Sjónhorninu. Ekkert gjald er tekið fyrir auglýsingu á viðburðum.

Upplýsingar um viðburði sendist á skagafjordur@skagafjordur.is, merkt Sæluvika.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir