Jólahúnar styrkja Hollvinasamtök HSB
Stjórn Hollvinasamtaka heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduós mætti í fundarsal HSB þann 19. mars sl. Tilefni fundarins var að formaður Jólahúna 2024 hún Árný Björk Brynjólfsdóttir kom til fundar við stjórnina og færði henni að gjöf kr. 750.000 sem er afrakstur tónleika sem haldnir voru í desember sl.
Þessir snjöllu listamenn troðfylltu Félagsheimilið á Blönduósi og má með sanni segja að tónleikarnir voru hreint frábærir og söngvurum og tónlistarflóki var klappað lof í lófa í lokin.
Hollvinasamtökin þakka af alhug þennan góða stuðning sem kemur sér heldur betur vel, því 20 ára afmæli okkar er þann 19. apríl og af því tilefni verður HSB færð vegleg afmælisgjöf.
Þetta segir í tilkynningu frá stjórn Hollvinasamtakanna í frétt á huni.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.