Upplýsingamiðstöð í Minjahús
feykir.is
Skagafjörður
14.05.2010
kl. 08.33
Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar hefur ákveðið að ganga til samninga við Byggðasafn Skagfirðinga um rekstur upplýsingamiðstöðvar fyrir ferðamenn í Minjahúsinu á Sauðárkróki á komandi sumri.
Gert er ráð fyrir að þar verði til sýnis ísbjörn sem nú er varðveittur hjá Náttúrustofu Norðurlands vestra, sýningarnar Margt býr í moldinni um fornleifarannsóknir í Skagafirði og sýningin Verkstæðin á Sauðárkróki. Frítt verði inn í Minjahúsið á þessar sýningar og þar verði komið fyrir upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn í samvinnu við Upplýsingamiðstöðina í Varmahlíð.
Áætlaður heildarkostnaður við verkefnið er áætlaður kr. 1.300.000.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.