Upplestur í Heimilisiðnaðarsafninu

Á mánudaginn kemur þann 15. desember verður lesið úr nýútkomnum bókum í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi. Þar verða m.a. tveir rithöfundar sem munu lesa upp úr bókum sínum og einnig verða á boðstólum kaffi, te og jólasmákökur og stórgóður súkkulaðidrykkur, allt í boði safnsins.

Kristín Guðjónsdóttir les úr Skaparanum eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur. Þorgrímur Þráinsson les úr bók sinni Þriðji ísbjörninn. Sigríður Hermannsdóttir les smásögu úr bókinni Með stein í skónum eftir Ara Kr. Sæmundsen. Kolbrún Zophoníasdóttir les úr bókinni Rán eftir Álfrúnu Gunnlaugsdóttur og Jón Björnsson les úr bók sinni Föðurlaus sonur níu mæðra.
Dagskráin hefst klukkan 16.00 og eru allir velkomnir. Aðgangur er ókeypis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir