Uppfinningar Friðriks Rúnars vekja athygli

Rúv.is segir frá því að Friðrik Rúnar Friðriksson, uppfinningamaður og framkvæmdastjóri að Steinsstöðum í Skagafirði hefur sparað sér milljónir króna með útsjónarsemi og hugvitið að vopni. Hann smíðaði lyftu til að spara sér þjónustu kranabíls og lyftir heilu íbúðarhúsunum.

Húsin smíðar hann í skemmu og eru þau orðin um 70 talsins frá upphafi. Til að spara sér kostnað við þjónustu kranabíls frá Akureyri þegar kemur að því að flytja húsin, smíðaði hann lyftu og sparar sér því hundruð þúsunda króna í hvert skipti.

Lyftan er sú eina sinnar tegundar hér á landi svo vitað sé og segir Friðrik að uppfinningin veki ætíð athygli þegar hún sé notuð.

Friðrik Rúnar komst í fréttirnar fyrr í sumar eftir að hann breytti sendibíl í sláttuvél með góðum árangri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir