Uppbyggingarsjóði bárust 103 umsóknir

MYND SSNV
MYND SSNV

Á vef SSNV kemur fram að miðvikudaginn 1. nóv. sl. rann út umsóknarfrestur um styrki til Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra fyrir árið 2024. Alls bárust 103 umsóknir þar sem óskað var eftir rúmum 221 milljón kr. í styrki. Er þetta aukning um 5% í umsóknum frá síðasta ári. Til úthlutunar eru rúmar 70 milljónir kr.

Umsóknirnar fara nú til umfjöllunar hjá úthlutunarnefnd og fagráðum Uppbyggingarsjóðsins. Stefnt er að svörum til umsækjenda um mánaðarmótin nóvember/desember 2023.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir