Unnið á dýrbítum
Á mbl.is er viðtal við refaskytturnar Birgi Hauksson í Valagerði í Skagafirði og Baldvin Sveinsson á Tjörn á Skaga en þeir stóðu í ströngu fyrir skömmu er þeir unnu þrjú greni dýrbíta í Staðarfjöllum og Þverfjalli, afréttum Skagfirðinga og Húnvetninga.
„Þessi dýr eru eins og hundar, þau eru svo stór og öflug,“ segir Birgir en hann áætlar að hræ af sjötíu lömbum hafi verið við grenin. Birgir og Baldvin voru við hefðbundna grenjaleit í Staðarfjöllum er þeir urðu varir við mikinn aðburð við grenin en við eitt þeirra kom refur með hjarta og lifur úr nýdrepnu lambi vafið inn í ullarlagða. „Þetta var svo nýtt að við lá að hjartað slægi ennþá“ , sagði Birgir en þeir unnu 29 dýr talsins á 4 grenjum.
Sjá nánar HÉR
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.