Ungt frjálsíþróttafólk á MÍ

UMSS fór á Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum, sem fram fór í Reykjavík helgina 6.-7. febrúar. ÍR-ingar sigruðu í stigakeppni mótsins með yfirburðum.

Af árangri keppenda UMSS má nefna að Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir varð í 3. sæti í langstökki án atr. (2,36m), og í 6. sæti í hástökki (1,55m). Guðrún Ósk Gestsdóttir varð í 6. sæti í 60m grindahlaupi (9,97sek) og Halldór Örn Kristjánsson varð í 6. sæti í 60m grindahlaupi (9,29sek).

Öll úrslit má sjá HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir