Ungt fólk gegn ESB-aðild

Þverpólitísk samtök ungs fólks gegn ESB-aðild verða stofnuð þann 6. febrúar næstkomandi í sal Þjóðminjasafnsins kl 13:00 og eru allir velkomnir. Undirbúningsnefnd sem samanstendur af tíu aðilum hefur verið starfandi í nokkurn tíma og mun t.d. bráðlega að taka á móti kollegum frá Noregi.

Meginástæða þess að verið er að stofna þetta félag er að vekja ungt fólk til umhugsunar og vekja  upp málefnalega umræðu og upplýsa um aðild Íslands að Evrópusambandið og þau áhrif sem hún gæti haft á landið.  Þetta er málefni sem snertir okkur öll og ekki síst okkur sem búum á landsbyggðinni, þess vegna hvet ég alla þá sem hafa áhuga á málefninu og vilja leggja þessu lið, að skrá sig sem stofnfélaga og einnig þá sem sjá sér fært að mæta á stofnfundinn,að gera það.

Hægt er að skrá sig á www.centrum.is/gk  en þar má einnig finna frekari upplýsingar um stofnun félagsins.

Erla Rún Guðmundsdóttir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir