Ungmenni frá Tindastól í knattspyrnuskóla KSÍ

Knattspyrnudeild Tindastóls ákvað nú í vor að heiðra tvö ungmenni félagsins og bjóða þeim í knattspyrnuskóla KSÍ. En undanfarin ár hafa ungmennin verið valin en foreldrar þurft að greiða kostnaðin sem er umtalsverður. Knattspyrnudeild fékk Flugfélagið Erni í samstarf og ætla þeir að fljúga Ólínu og Pétri á milli landshluta endurgjaldslaust. Með þessu vill Knattspyrnudeildin koma til móts við foreldra sem og gera þennan viðburð eftirsóknarverðari meðal iðkenda félagsins.

Á hverju ári eiga þjálfarar að tilnefna eina stelpu og einn strák af eldra ári fjórða flokks í þennan skóla. Skólinn fer fram á Laugarvatni undir handleiðslu landsliðsþjálfara Íslands. í skólanum hitta þau um 40 önnur ungmenni sem öll hafa verið valin af sínum félögum til þess að taka þátt. Þarna leynast framtíðarlandsliðsmenn Íslands. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir