Ungir kylfingar að standa sig vel

Fyrsta golfmótið í Norðurlandsmótaröð barna og unglinga fór fram á Dalvík sunnudaginn 13.júní.  Um 90 þátttakendur tóku þátt í mótinu og voru 15 frá Golfklúbbi Sauðárkróks. 

Undanfari þessa móts var  golfævintýri sem
Golfklúbburinn Hamar á Dalvík stóð fyrir á föstudaginn og laugardaginn fyrir mótið. 10 kylfingar frá Golfklúbbi Sauðárkróks tóku þátt í golfævintýrinu. Í þessari mótaröð er keppt í aldursflokkum stráka og stelpna. 17 – 18 ára, 15
– 16 ára, 14 ára og yngri. Þessir flokkar spila allir 18 holur.  Síðan eru tveir flokkar til viðbótar 12 ára og yngri ásamt byrjendaflokki sem að spila 9 holur.  Öll úrslit er að finna á www.golf.is en kylfingar úr GSS stóðu sig
vel og unnu til fjölmargra verðlauna.  Í 17 – 18 ára flokki varð Ingvi Þór Óskarsson í öðru sæti, í flokki 15 – 16 ára sigraði Arnar Geir Hjartarson og Sigríður Eygló Unnarsdóttir varð í öðru sæti í sama flokki. Í byrjendaflokki varð síðan Björn Ingi Ólafsson í 2. sæti.  Þá fengu þeir Þröstur Kárason, Hlynur Freyr Einarsson og Pálmi Þórsson verðlaun fyrir að vera næstir holu.

Mótið var mjög vel heppnað og lék veðrið við þátttakendur.  Næsta mót í þessari mótaröð verður síðan Nýprent mótið sem að haldið verður á Sauðárkróki 4.júlí n.k.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir