Ungi maðurinn fundinn
feykir.is
Skagafjörður
10.06.2010
kl. 13.56
Vísir segir frá því að ungi maðurinn sem leitað var að í Landbroti í nótt og í morgun er fundinn heill á húfi. Ungi maðurinn sem er Skagfirðingur fannst í bifreið við sveitabæ um 5 kílómetrum frá sumarbústaðnum þar sem síðast sást til hans.
Bóndinn á bænum fann piltinn sofandi í bílnum.
Um 160 björgunarsveitamenn af Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu tóku þátt í leitinni.
Maðurinn var í gleðskap en rauk þaðan í fússi á fjórða tímanum í nótt. Hann var illa klæddur.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.