Undirskriftasöfnun vel tekið

Hulda Jónsdóttir

Að sögn Huldu Jónsdóttur á Sauðárkróki hefur undirskriftasöfnun sem hún hratt af stað varðandi lækkun umferðahraða á Sauðárkróki verið vel tekið. Listarnir liggja frammi í helstu verslunum á Sauðárkróki og munu gera það í eitthvað fram í vikuna.

-Síðan geri ég ráð fyrir að afhenda bæjaryfirvöldum listann í von um úrbætur, segir Hulda.

Textinn í undirskriftastöfnuninni eru eftirfarandi;:

Til sveitastjórnar sveitarfélagsins Skagafjarðar

Við foreldrar og aðrir aðstandendur barna á Sauðárkróki förum fram á úrbætur á umferðamenningu hér í bæ. Eins og staðan er í dag má keyra á allt að 50 km hraða á öllum götum bæjarins. Hvort sem aðstæður leyfa það eða ekki. Í sambærilegum sveitafélögum hefur umferðahraði í íbúagötum og við skóla verðu lækkaður niður í 30 km hraða. Þá eru hraðahindrunum stórlega ábótavant. Það er mikill umferðahraði hér í bæ og við óttumst hreinlega að ef ekkert verði að gert endi þetta með slysi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir